Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mán 15. júlí 2024 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK heimsóttu FH í lokaleik 14.umferðar Bestu deildar karla í kvöld á Kaplakrikavelli. 

HK vonaðist til að komast aftur á sigurbraut eftir erfið úrslit í síðustu umferðum en sigurmörk FH komu á lokamínútum leiksins í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 HK

„Svekkjandi. Vonbrigði að fá á okkur mark eitt og tvö þegar við erum búnir að komast upp með það þarna í byrjun leiks að vera ekki alveg mættir. Að fá á sig tvö mörk eftir föst leikariði er þreytandi." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst fyrsta hálftímann þeir bara miklu betri og ekki okkur að þakka að staðan var bara 1-0. Björn Daníel setur hann þarna framhjá úr færi sem ég held að hann skori úr í 9 af hverjum 10." 

„Við komum tilbaka og jöfnum. Í seinni hálfleik finnst mér ekki vera neitt fyrr en að þeir komast í 2-1 og við ekkert ólíklegri en þeir. Við erum að komast þarna nokkur áhlaup upp kanntana bæði hjá Kalla og Birni og skapa okkur ágætis stöður þar en svo koma bara tvö horn í röð þarna og við náum ekki að hreinsa boltann nógu vel þarna og Bjarni tekur þarna frábært skot. Svekkjandi en svona er þetta bara. Ef við ætlum að fá eitthvað út úr leikjunum þá geta föstu leikatriðin ekki sært okkur jafn mikið og þau gerðu í dag."

HK fékk slæma útreið í síðustu umferð og voru margir sem biðu eftir að sjá hvernig HK kæmi tilbaka frá þeim leik. 

„Við vorum alltaf að fara vera betri en á laugardaginn síðasta. Það var aldrei neinn vafi um það. Alltaf betra, klárlega en dugði ekki og það er eitthvað sem að gerist í íþróttum. Þú getur verið þokkalegur í fullt af hlutum en ekki unnuð leikinn. Viðbrögð og svör margra í lagi en dugði ekki en vonandi samt eitthvað til þess að byggja á því við þurfum heldur betur að sækja úrslit í næsta leik óháð frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik og nú þurfum við bara að safna liði og safna orku til að fara á eftir þremur stigum þar." 

Nánar er rætt við Ómar Inga Guðmundsson þjálfara HK í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner