Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 15. ágúst 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Barcelona lánar Collado til Elche (Staðfest)
Barcelona hefur tilkynnt að framherjinn Alex Collado hefur verið lánaður til Elche út tímabilið.

Þessar fréttir koma ekki á óvart en Barcelona er vel mannað í fremstu stöðum og ljóst að Collado hefði fengið afar lítinn spiltíma.

Collado er 23 ára og var lánaður til Granada seinni hluta síðasta tímabils.

Hann kom til Barcelona frá Espanyol þegar hann var ellefu ára gamall.

Hann á marga leiki fyrir varalið Barcelona en aðeins tvo formlega mótsleiki með aðalliðinu.
Athugasemdir
banner