Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 15. september 2020 18:00
Elvar Geir Magnússon
Charlie Adam til uppeldisfélagsins (Staðfest)
Miðjumaðurinn reynslumikli Charlie Adam hefur gert tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Dundee United í Skotlandi.

Adam er 34 ára og var fáanlegur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Reading rann út.

Adam, sem er fyrrum leikmaður Liverpool og skoska landsliðsins, hefur verið að æfa með Bolton að undanförnu.

Dundee er í B-deild skoska boltans og endaði í þriðja sæti þeirrar deildar á síðasta tímabili.

Adam ólst upp sem stuðningsmaður Dundee og lék fyrir yngri lið félagsins á sínum tíma.
Athugasemdir
banner