„Fyrst og fremst fótboltaleikur þótt að gæðalega séð hafi hann verið svolítið opinn fyrir smekk sumra en mér fannst þetta bara eins og þetta á að vera. Það sem er mér efst í huga er fjöldi stuðningsmanna sem að kemur með okkur hingað eftir að við höfum átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum og veita okkur mikla hjálp eftir að við höfum átt erfiða tíma.“
Sagði Eysteinn Húni Hauksson annar af þjálfum Keflavíkur um leikinn eftir 5-3 sigur Keflavíkur á HK í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Sagði Eysteinn Húni Hauksson annar af þjálfum Keflavíkur um leikinn eftir 5-3 sigur Keflavíkur á HK í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 3 - 5 Keflavík
Keflavík sem hefur verið í lægð í deildinni að undanförnu og ekki unnið leik í talsverðan tíma þar. Gáfu leikmenn Eysteini og Sigurði Ragnari meðþjálfara hans þau svör sem þeir hafa leitað eftir í kvöld?
„Já, ég held að það sé yfirleitt þannig að þegar við erum allir að spila sama lagið þá er erfitt að vinna okkur. Ef við skoðum frammstöðurnar í sumar þá er það lykillinn hjá okkur að vera samstilltir og tilbúnir að hlaupa hver fyrir annan.“
Fókus Keflavíkur næstu daga er þó ekki á Mjólkurbikarinn en framundan eru tveir mikilvægir leikir í Pepsi Max deildinni. Eftir úrslit kvöldsins er Eysteinn bjartsýnn?
„Já ég hef alltaf trú á þessum strákum og við sögðum það fyrir leikinn að þrátt fyrir að það hafi gengið illa undanfarið þá missum við aldrei trúna enda sýndu þeir það í dag að það er engin ástæða til þess. “
Sagði Eysteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir