Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 15. september 2021 22:47
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Erum allir að spila sama lagið
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Fyrst og fremst fótboltaleikur þótt að gæðalega séð hafi hann verið svolítið opinn fyrir smekk sumra en mér fannst þetta bara eins og þetta á að vera. Það sem er mér efst í huga er fjöldi stuðningsmanna sem að kemur með okkur hingað eftir að við höfum átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum og veita okkur mikla hjálp eftir að við höfum átt erfiða tíma.“
Sagði Eysteinn Húni Hauksson annar af þjálfum Keflavíkur um leikinn eftir 5-3 sigur Keflavíkur á HK í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 3 -  5 Keflavík

Keflavík sem hefur verið í lægð í deildinni að undanförnu og ekki unnið leik í talsverðan tíma þar. Gáfu leikmenn Eysteini og Sigurði Ragnari meðþjálfara hans þau svör sem þeir hafa leitað eftir í kvöld?

„Já, ég held að það sé yfirleitt þannig að þegar við erum allir að spila sama lagið þá er erfitt að vinna okkur. Ef við skoðum frammstöðurnar í sumar þá er það lykillinn hjá okkur að vera samstilltir og tilbúnir að hlaupa hver fyrir annan.“

Fókus Keflavíkur næstu daga er þó ekki á Mjólkurbikarinn en framundan eru tveir mikilvægir leikir í Pepsi Max deildinni. Eftir úrslit kvöldsins er Eysteinn bjartsýnn?

„Já ég hef alltaf trú á þessum strákum og við sögðum það fyrir leikinn að þrátt fyrir að það hafi gengið illa undanfarið þá missum við aldrei trúna enda sýndu þeir það í dag að það er engin ástæða til þess. “

Sagði Eysteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner