Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 15. september 2021 22:47
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Erum allir að spila sama lagið
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Fyrst og fremst fótboltaleikur þótt að gæðalega séð hafi hann verið svolítið opinn fyrir smekk sumra en mér fannst þetta bara eins og þetta á að vera. Það sem er mér efst í huga er fjöldi stuðningsmanna sem að kemur með okkur hingað eftir að við höfum átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum og veita okkur mikla hjálp eftir að við höfum átt erfiða tíma.“
Sagði Eysteinn Húni Hauksson annar af þjálfum Keflavíkur um leikinn eftir 5-3 sigur Keflavíkur á HK í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 3 -  5 Keflavík

Keflavík sem hefur verið í lægð í deildinni að undanförnu og ekki unnið leik í talsverðan tíma þar. Gáfu leikmenn Eysteini og Sigurði Ragnari meðþjálfara hans þau svör sem þeir hafa leitað eftir í kvöld?

„Já, ég held að það sé yfirleitt þannig að þegar við erum allir að spila sama lagið þá er erfitt að vinna okkur. Ef við skoðum frammstöðurnar í sumar þá er það lykillinn hjá okkur að vera samstilltir og tilbúnir að hlaupa hver fyrir annan.“

Fókus Keflavíkur næstu daga er þó ekki á Mjólkurbikarinn en framundan eru tveir mikilvægir leikir í Pepsi Max deildinni. Eftir úrslit kvöldsins er Eysteinn bjartsýnn?

„Já ég hef alltaf trú á þessum strákum og við sögðum það fyrir leikinn að þrátt fyrir að það hafi gengið illa undanfarið þá missum við aldrei trúna enda sýndu þeir það í dag að það er engin ástæða til þess. “

Sagði Eysteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner