Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   fim 15. september 2022 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Ronaldo þurfti þetta mark
Cristiano Ronaldo og Erik ten Hag
Cristiano Ronaldo og Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var nokkuð sáttur við frammistöðuna í 2-0 sigrinum á Sheriff frá Moldóvu en liðin áttust við í Evrópudeildinni í kvöld.

Sancho og Ronaldo sáu um að skora mörkin en lið Sheriff var þétt fyrir.

Fyrra mark United kom á 17. mínútu og varð spil United betra eftir það.

Ronaldo skoraði annað markið úr vítaspyrnu og var Ten Hag nokkuð sáttur við frammistöðuna og ánægður fyrir hönd Ronaldo sem var að gera fyrsta mark sitt á tímabilinu.

„Þetta var erfið byrjun. Andstæðingurinn var beinskeyttur og fór alltaf í seinni boltana og unnu aðeins of marga á fyrstu mínútunum. Eftir þann kafla fórum við að spila betur."

„Eftir fyrstu tíu mínúturnar fundum við skipulagið og vorum öruggari. Við áttum nokkrar góðar hreyfingar á boltanum á miðsvæðinu og héldum honum og nýttum svo réttu augnablikin og náðum að búa til frábært mark í gegnum Jadon Sancho."

„Það er hægt að segja að við höfum spilað á milli línanna og voru með dýpt í okkar leik og náðum í þetta frábæra mark. Eftir það tókum við völdin."

„Ronaldo þurfti þetta mark. Hann hefur komist nálægt því nokkrum sinnum en hann vildi þetta svo mikið. Við erum ánægðir fyrir hans hönd og liðið vildi gefa honum mark. Þú veist bara að Cristiano skorar úr vítum,"
sagði Ten Hag enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner