De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 22:00
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: ÍA í Lengjudeildina (Staðfest) - Tilfinningaríkur sigur Einherja á Húsavík
Kvenaboltinn
ÍA er komið aftur upp í Lengjudeildina
ÍA er komið aftur upp í Lengjudeildina
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Einherji spilaði sinn fyrsta leik aðeins tíu dögum eftir að Violeta Mitul lést af slysförum
Einherji spilaði sinn fyrsta leik aðeins tíu dögum eftir að Violeta Mitul lést af slysförum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA mun spila í Lengjudeildinni á næsta ári eftir að liðið vann 4-0 sigur á Álftanesi og tryggði sér þar með 2. sætið í 2. deild.

Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði tvö og þær Jaclyn Ashley Poucel og Thelma Björg Hrafnkelsdóttir gerðu sitt markið hvor í þessum þægilega sigri.

Þetta þýðir að ÍA hafnar í 2. sæti deildarinnar með 41 stig og mun spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Strákarnir geta svo komið sér upp í Bestu deildina á morgun og yrðu því mikil veisluhöld á Akranesi þessa helgina ef bæði lið myndu ná að afreka að komast upp um deild.

Alda Ólafsdóttir skoraði 33. mark sitt í deildinni í 5-0 sigri Fjölnis á Smára og þá gerði Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir tvö mörk fyrir Hauka sem unnu ÍH með sömu markatölu.

Tilfinningaríkur sigur Einherja

Einherji vann Völsung, 1-0, á Húsavík, en þetta var fyrsti leikur Einherja síðan Violeta Mitul, liðsfélagi þeirra, lést af slysförum á Vopnafirði.

Sigurmarkið kom undir lok leiks og voru eðlilega miklar tilfinningar sem brutust út í fögnuðinum en þessi sigur var svo sannarlega fyrir Violetu.

Þetta var jafnframt tólfti sigur Einherja á tímabilinu sem kemur liðinu upp í 5. sæti deildarinnar.

Úrslit og markaskorarar:

Völsungur 0 - 1 Einherji
0-1 Paula Lopez Ruiz ('90)

Álftanes 0 - 4 ÍA
0-1 Erna Björt Elíasdóttir ('40 )
0-2 Jaclyn Ashley Poucel ('50 )
0-3 Erna Björt Elíasdóttir ('55 )
0-4 Thelma Björg Rafnkelsdóttir ('90 )

Haukar 5 - 0 ÍH
1-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('22 )
2-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('34 )
3-0 Edda Mjöll Karlsdóttir ('36 )
4-0 Ana Catarina Da Costa Bral ('47 )
5-0 Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('66 )

Smári 0 - 5 Fjölnir
0-1 Anna María Bergþórsdóttir ('3 )
0-2 Harpa Sól Sigurðardóttir ('19 )
0-3 Eva María Smáradóttir ('35 )
0-4 Ester Lilja Harðardóttir ('40 )
0-5 Alda Ólafsdóttir ('50 )
Rautt spjald: Tinna Sól Þórsdóttir , Fjölnir ('90)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner