
ÍA mun spila í Lengjudeildinni á næsta ári eftir að liðið vann 4-0 sigur á Álftanesi og tryggði sér þar með 2. sætið í 2. deild.
Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði tvö og þær Jaclyn Ashley Poucel og Thelma Björg Hrafnkelsdóttir gerðu sitt markið hvor í þessum þægilega sigri.
Þetta þýðir að ÍA hafnar í 2. sæti deildarinnar með 41 stig og mun spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Strákarnir geta svo komið sér upp í Bestu deildina á morgun og yrðu því mikil veisluhöld á Akranesi þessa helgina ef bæði lið myndu ná að afreka að komast upp um deild.
Alda Ólafsdóttir skoraði 33. mark sitt í deildinni í 5-0 sigri Fjölnis á Smára og þá gerði Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir tvö mörk fyrir Hauka sem unnu ÍH með sömu markatölu.
Tilfinningaríkur sigur Einherja
Einherji vann Völsung, 1-0, á Húsavík, en þetta var fyrsti leikur Einherja síðan Violeta Mitul, liðsfélagi þeirra, lést af slysförum á Vopnafirði.
Sigurmarkið kom undir lok leiks og voru eðlilega miklar tilfinningar sem brutust út í fögnuðinum en þessi sigur var svo sannarlega fyrir Violetu.
Þetta var jafnframt tólfti sigur Einherja á tímabilinu sem kemur liðinu upp í 5. sæti deildarinnar.
Úrslit og markaskorarar:
Völsungur 0 - 1 Einherji
0-1 Paula Lopez Ruiz ('90)
Álftanes 0 - 4 ÍA
0-1 Erna Björt Elíasdóttir ('40 )
0-2 Jaclyn Ashley Poucel ('50 )
0-3 Erna Björt Elíasdóttir ('55 )
0-4 Thelma Björg Rafnkelsdóttir ('90 )
Haukar 5 - 0 ÍH
1-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('22 )
2-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('34 )
3-0 Edda Mjöll Karlsdóttir ('36 )
4-0 Ana Catarina Da Costa Bral ('47 )
5-0 Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('66 )
Smári 0 - 5 Fjölnir
0-1 Anna María Bergþórsdóttir ('3 )
0-2 Harpa Sól Sigurðardóttir ('19 )
0-3 Eva María Smáradóttir ('35 )
0-4 Ester Lilja Harðardóttir ('40 )
0-5 Alda Ólafsdóttir ('50 )
Rautt spjald: Tinna Sól Þórsdóttir , Fjölnir ('90)
Stelpurnar unnu stórglæsilegann 0 - 4 sigur á móti Álftanesi í síðasta leik tímabilsins ????
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) September 15, 2023
Mörk ÍA skoruðu:
Bryndís Rún Þórólfsdóttir ??
Jaclyn Poucel Árnason ?
Thelma Björg Rafnkelsdóttir ?
Þær voru vel studdar af fjölda áhorfenda sem komu og studdu við vel við bakið á… pic.twitter.com/WTnQNHiSCs
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir