De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ætlar að stýra Leicester næstu árin í Úrvalsdeildinni
Mynd: Leicester

Enzo Maresca stjóri Leicester er staðráðinn í því að stýra liðinu næstu árin. Þessi 43 ára gamli stjóri hefur byrjað vel með liðinu.


Þetta er aðeins annað starf hans sem stjóri en hann stýrði Parma aðeins í hálft ár í næst efstu deild á Ítalíu. Hann var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Man City áður en hann tók við Leicester í sumar.

Leicester hefur unnið fjóra leiki og tapað einum í Championship deildinni í ár en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Maresca ætlar að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu.

„Ég er einbeittur á þetta tímabil en ég sé fyrir mér að vera stjóri liðsins eftir tvö, þrjú, fjögur ár í Úrvalsdeildinni," sagði Maresca við The Sun.


Athugasemdir
banner
banner