De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta: Ekki Pepe að kenna að við greiddum 72 milljónir
Nicolas Pepe gekk á dögunum í raðir tyrkneska félagsins Trabzonspor eftir fjögur ár hjá Arsenal.

Hann var frá komu sinni og allt þar til í sumar dýrasti leikmaður í sögu Arsenal en félagið greiddi 72 Lille 72 milljónir punda fyrir hann í ágúst 2019.

Pepe náði aldrei að blómstra hjá Arsenal og var á síðasta tímabili lánaður til Nice í Frakklandi. Þar skoraði hann sex deildarmörk í nítján leikjum.

Hann er 28 ára vængmaður sem spilar fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal sem lét hann fara á frjálsri sölu.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tjáði sig um brotthvarf Pepe á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Everton.

„Ég var ekki hluti af því ferli. Það sem ég get sagt um hann er að hann stórkostlegur strákur. Hann reyndi eins og hann gat. Gerði sitt besta."

„Það er ekki honum að kenna að við greiddum þessa upphæð fyrir hann. Þegar hlutir ganga ekki upp þá þarf að taka skrefið og halda áfram. Það þýðir ekki að hjakka endalaust í sömu förunum."

„Ákvörðunin var tekin og hún á að hagnast öllum aðilum,"
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner