
Víkingur sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem greint var frá því að Björn Bjartmarz yrði heiðursgestur félagsins á bikarúrslitaleiknum á morgun.
Víkingur mætir KA á Laugardalsvelli klukkan 16:00.
Víkingur mætir KA á Laugardalsvelli klukkan 16:00.
Tilkynning Víkings:
Björn er einn af dáðustu sonum félagsins. Hann hefur sem leikmaður, þjálfari, framkvæmdastjóri og gegnheill Víkingur haft mikil áhrif á framgang félagsins sl. 40 ár.
Björn æfði með félaginu upp alla yngri flokka og spilaði fjöldi leikja með meistaraflokki og náði ferill hans hámarki þegar hann skoraði, eins og frægt er, tvö mörk í sigri Víkings á Víði í Garði sem tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn árið 1991.
Björn gegndi stöðu framkvæmdastjóra félagsins frá árinu 1991-1996 þegar mikið gekk á og félagið var að flytja frá Hæðargarði í Víkina.
Björn hefur verið þjálfari hjá Víkingi í 36 ár eða frá 1987 og landað ófáum titlum sem slíkur. Nú hefur Björn ákveðið að láta staðar numið í þjálfun og því finnst félaginu viðeigandi að þakkað Birni fyrir sinn frábæra feril hjá félaginu með því að tilnefna hann sem heiðursgest á þessum bikarúrslitaleik.
Takk Bjössi
Heiðursgestur okkar Víkinga á morgun er enginn annar en... pic.twitter.com/lA53DOQvCN
— Víkingur (@vikingurfc) September 15, 2023
Athugasemdir