Southampton 1 - 4 Leicester City
0-1 Jamie Vardy ('1 )
0-2 Kasey McAteer ('18 )
1-2 Samuel Edozie ('25 )
1-3 Wilfred Ndidi ('45 )
1-4 Stephy Mavididi ('67 )
Rautt spjald: Kamaldeen Sulemana, Southampton ('90)
0-1 Jamie Vardy ('1 )
0-2 Kasey McAteer ('18 )
1-2 Samuel Edozie ('25 )
1-3 Wilfred Ndidi ('45 )
1-4 Stephy Mavididi ('67 )
Rautt spjald: Kamaldeen Sulemana, Southampton ('90)
Leicester City vann auðveldan 4-1 sigur á Southampton í ensku B-deildinni í kvöld.
Þessi tvö lið féllu bæði úr úrvalsdeildinni í maí og eru því nýliðar í B-deildinni.
Jamie Vardy skoraði fyrsta mark Leicester eftir 21 sekúndu. Gestirnir unnu boltann hátt uppi, spiluðu sig inn í teig Southampton og var það Vardy sem kláraði af átta metra færi.
Kasey McAteer tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu áður en Samuel Edozie minnkaði muninn sjö mínútum síðar.
Nígeríski miðjumaðurinn Wilfried Ndidi náði inn þriðja mark Leicester undir lok hálfleiksins áður en Stephy Mavididi gulltryggði sigurinn.
Undir lok leiks fékk Kamaldeen Sulemana að líta rauða spjaldið í liði Southampton en hann hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik.
Lokatölur 4-1 Leicester í vil. Leicester hefur byrjað frábærlega og er á toppnum með 15 stig eftir sex leiki en Southampton er í 7. sæti með 10 stig.
Hull City 1 - 1 Coventry
0-1 Joel Latibeaudiere ('27 )
1-1 Aaron Connolly ('87 )
Hull City og Coventry gerðu þá 1-1 jafntefli í fyrri leik kvöldsins en varnarmaðurinn Joel Latibeaudiere skoraði fyrir Coventry áður en Aaron Connolly jafnaði metin undir lok leiks. Hull er í 5. sæti með 11 stig en Coventry, sem komst í úrslit umspilsins á síðasta tímabili, er í 11. sæti með 7 stig.
Athugasemdir