Kristall Máni Ingason lagði upp fjórða mark sitt í dönsku B-deildinni er SönderjyskE gerði 1-1 jafntefli við Álaborg.
Kristall lagði upp markið fyrir Peter Christiansen undir lok fyrri hálfleiksins en hann fór síðan af velli á 68. mínútu, sömu mínútu og Atli Barkarson kom inn á.
Kristall hefur skorað tvö mörk og lagt upp fjögur fyrir SönderjyskE frá því hann kom frá Rosenborg í sumar.
Nóel Arnórsson var á bekknum hjá Álaborg en þessi lið eru í harðri baráttu um toppsætið. Álaborg er í efsta sætinu með 21 stig en SönderjyskE sæti neðar með 18 stig.
Aron Sigurðarson kom inn af bekknum í 1-0 sigri Horsens á Hobro en þetta var fjórði sigur liðsins á tímabilinu.
Sverrir Ingi Ingason var ekki með Midtjylland í 2-2 jafnteflinu gegn Viborg í úrvalsdeildinni en hann er að glíma við meiðsli.
Athugasemdir