De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Diljá spilaði klukkutíma í jafntefli
Kvenaboltinn
Diljá Ýr er lykilkona í liði Leuven
Diljá Ýr er lykilkona í liði Leuven
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Leuven sem gerði 1-1 jafntefli við Genk í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Diljá kom til Leuven frá Norrköping fyrr á þessu ári en hún hefur tekið þátt í öllum fjórum leikjum deildarinnar til þessa.

Hún spilaði klukkutíma í annars svekkjandi jafntefli gegn Genk en tókst ekki að komast á blað.

Diljá, sem spilaði með FH, Stjörnunni og Val hér heima, er komin með þrjú mörk í belgísku deildinni en Leuven er með tíu stig eftir fyrstu fjóra leikina og er sem stendur í efsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner