De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Enn einn úrvalsdeildarleikmaðurinn til Tyrklands (Staðfest)
Mynd: Burnley
Samuel Bastien, leikmaður Burnley, mun eyða tímabilinu á láni hjá Kasimpasa í Tyrklandi en þetta staðfestu félögin í dag.

Bastien er 26 ára gamall miðjumaður sem kom til Burnley frá Standard Liege á síðasta ári.

Hann var ekki í leikmannahópi Burnley í fyrstu þremur deildarleikjum tímabilsins.

Á síðasta tímabili spilaði hann 18 leiki og skoraði 1 mark í ensku B-deildinni en hann er nú farinn til Kasimpasa í tyrknesku úrvalsdeildinni í leit að meiri spiltíma.

Fjölmargir úrvalsdeildarleikmenn hafa samið við tyrknesk félög á síðustu dögum en glugginn þar lokar í dag.


Athugasemdir
banner
banner