De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 18:23
Brynjar Ingi Erluson
Glódís með fyrirliðabandið í svekkjandi jafntefli - Guðrún skoraði tvö í sigri
Kvenaboltinn
Guðrún skoraði tvö mörk fyrir Rosengård
Guðrún skoraði tvö mörk fyrir Rosengård
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís spilaði í svekkjandi jafntefli gegn Freiburg
Glódís spilaði í svekkjandi jafntefli gegn Freiburg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir var með fyrirliðabandið er Bayern München gerði svekkjandi 2-2 jafntefli gegn Freiburg í fyrstu umferð þýsku deildarinnar í kvöld. Guðrún Arnardóttir gerði þá tvö mörk í 3-1 sigri Rosengård á Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni.

Bayern tilkynnti í dag að Glódís verður nýr fyrirliði liðsins á þessu tímabili en Sarah Zadrazil og Georgia Stanway verða með henni í fyrirliðahópnum.

Liðið lék sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld og stefndi allt í sigur en þegar tæpar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Svenja Folmli fyrir Freiburg og tryggði liðinu stig.

Svekkjandi úrslit fyrir ríkjandi meistara Bayern.

Glódís lék allan leikinn í hjarta varnarinnar en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í hópnum í dag vegna meiðsla.

Guðrún skoraði tvö í sigri

Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Rosengård í Svíþjóð, skoraði tvívegis í 3-1 sigri liðsins á Brommapojkarna í úrvalsdeildinni í dag.

Rosengård var marki undir áður en Guðrún jafnaði á 72. mínútu leiksins. Liðið bætti við öðru fimm mínútum síðar áður en Guðrún gerði út um leikinn fjórum mínútum fyrir leikslok.

Rosengård er í fimmta sæti deildarinnar með 36 stig.
Athugasemdir
banner
banner