Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Liverpool mætir Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Á fundinum var hann spurður út í ummæli Jordan Henderson, fyrrum fyrirliða Liverpool, í nýlegu viðtali.
Henderson sagði: „Hefði einhver innan félagsins sagt við mig að Liverpool vildi halda mér, þá hefði ég verið áfram. Ég er ekki að segja að ég hafi verið hrakinn burt frá félaginu, en á engum tímapunkti leið mér eins og félagið vildi halda mér."
Henderson gekk í raðir Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu í sumar og fær þar vel grett. Klopp segist hafa átt gott samtal við Henderson áður en hann fór frá félaginu.
„Hendo sagði sannleikann. Við töluðum saman og ég sagði honum frá því að það væri möguleiki að hann myndi ekki spila reglulega. Ef hann hefði staðið sig vel þá hefði hann auðvitað spilað. Mér fannst mjög mikilvægt að tala opinskátt."
„Hendo er frábær náungi en hann er ekki í góðum gír þegar hann spilar ekki."
„Hann var fyrirliði minn. Ég gat ekki sagt við hann að hann yrði byrjunarliðsmaður og þess vegna var kannski best fyrir hann að fara annað."
Athugasemdir