De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maddison og Postecoglu menn mánaðarins
Mynd: Tottenham
Það er Tottenham þema í verðlaunum ensku úrvalsdeildarinnar fyrir ágústmánuð.

James Maddison var í dag valinn leikmaður mánaðarins og Ange Postecoglu er stjóri mánaðarins.

Tottenham krækti í 10 af 12 mögulegum stigum í þessum fyrsta mánuði tímabilsins.

Sex ár eru frá því að aðilar frá Tottenham unnuð þessi verðlaun í sama mánuði. Það gerðist í apríl 2017 að Mauricio Pochettino var valinn besti stjórinn og Heung-min Son var valinn besti leikmaðurinn.

Postecoglu tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham í sumar eftir að hafa áður stýrt Celtic. Maddison var keyptur frá Leicester í sumar og hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö í fyrstu fjórum leikjunum.


Athugasemdir
banner
banner