De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 11:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Valur mætir austurrísku meisturunum
Kvenaboltinn
Valur er einu skrefi frá riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Valur er einu skrefi frá riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna var rétt í þessu dregið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildar kvenna. Íslandsmeistarar Vals voru í pottinum.

Valur mætir St. Pölten frá Austurríki en það verður að teljast nokkuð góður dráttur. St. Pölten hefur verið með yfirburði í austurrísku úrvalsdeildinni síðustu árin en Valur ætti að eiga möguleika á góðum úrslitum. Valur byrjar á heimavelli, á Hlíðarenda.

Í annarri umferð keppninnar eru tveir leikir, heima og að heiman, við sama lið og þarf að vinna einvígið til að komast í riðlakeppnina.

Valur gat dregist á móti eftirfarandi liðum:

SK Slavia Praha - Tékkland
FC Rosengård - Svíþjóð
SKN St. Pölten Frauen - Austurríki
Glasgow City FC - Skotland
SL Benfica - Portúgal
FC Zürich - Sviss
AS Roma - Ítalía
Athugasemdir
banner
banner