De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Neymar lagði upp í fyrsta leik sínum með Al-Hilal
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Al-Hilal í Sádi-Arabíu í kvöld og tókst að leggja upp í 6-1 sigri á Al-Riyadh.

Al-Hilal fékk Neymar frá Paris Saint-Germain fyrir um 90 milljónir evra í síðasta mánuði en gat ekki verið með í fyrstu leikjunum vegna meiðsla.

Hann kom inn af bekknum í sigrinum í dag og lagði upp fjórða markið fyrir Malcom.

Aleksandar Mitrovic skoraði þá eitt af mörkum Al-Hilal en heimamaðurinn Nasser Al Dawsari gerði þrennu.

Al-Hilal er með 16 stig á toppnum eftir sex leiki.

Eitt sem vakti athygli í leiknum er þegar Al-Hilal fékk vítaspyrnu á 86. mínútu en Al Dawsari tók spyrnuna í stað Neymar og létu stuðningsmenn óánægju sína í ljós með því að baula á leikmanninn.


Athugasemdir
banner
banner