Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Al-Hilal í Sádi-Arabíu í kvöld og tókst að leggja upp í 6-1 sigri á Al-Riyadh.
Al-Hilal fékk Neymar frá Paris Saint-Germain fyrir um 90 milljónir evra í síðasta mánuði en gat ekki verið með í fyrstu leikjunum vegna meiðsla.
Hann kom inn af bekknum í sigrinum í dag og lagði upp fjórða markið fyrir Malcom.
Aleksandar Mitrovic skoraði þá eitt af mörkum Al-Hilal en heimamaðurinn Nasser Al Dawsari gerði þrennu.
Al-Hilal er með 16 stig á toppnum eftir sex leiki.
Eitt sem vakti athygli í leiknum er þegar Al-Hilal fékk vítaspyrnu á 86. mínútu en Al Dawsari tók spyrnuna í stað Neymar og létu stuðningsmenn óánægju sína í ljós með því að baula á leikmanninn.
Al Hilal Player gets booed by his fans for not letting Neymar shoot the Penalty while being 4:0 up… pic.twitter.com/Io7tCJ9Ylj
— Albi ???????? (@albiFCB7) September 15, 2023
Athugasemdir