De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Péturs: Fannst þetta skrítin umræða hjá landsliðsþjálfaranum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson svaraði spurningu um Bryndísi Örnu Níelsdóttur í viðtali við Fótbolta.net á dögunum. Bryndís, sem er tvítug, er markahæst í Bestu deildinni í sumar en var ekki valin í komandi landsleiki.

„Mér finnst hún ekki alveg klár í þetta. Ég horfði á hana um daginn með U23 ára landsliðinu á móti Danmörku, það vantaði svolítið upp á hjá henni þar. Maður horfir svolítið í það á alþjóðlegum mælikvarða hvar leikmenn standa. Mér fannst hún ekki klár eins og staðan er í dag. Vonandi sýnir hún bara í komandi leikjum með U23 ára landsliðinu að hún sé klár í A-landsliðið," sagði Steini.

Pétur Pétursson, þjálfari Bryndísar hjá Val, var spurður út í ummæli Steina.

„Steini má hafa sína skoðun sjálfur, við erum góðir vinir. En mér fannst þetta svolítið skrítin umræða hjá honum og sérstaklega þar sem hann talar um að þessi leikur sem hann hafði séð hana í var í febrúar, ekki í september. En þjálfarar hafa sínar skoðanir og þetta er hans skoðun og hann vill gefa hana út. Mér fannst það svolítið skrítið," sagði Pétur.

Rétt skal vera rétt í þessu en leikurinn sem Steini minnist á, gegn Danmörku, fór fram í apríl. Síðan eru liðnir fimm mánuðir og Bryndís hefur á þeim mánuðum skorað fjórtán mörk. Hún endaði hefðbundið Íslandsmót með tvöfalt fleiri mörk skoruð en þær næstu á eftir.

Hún fer eftir helgi með U23 landsliðinu til Marokkó þar sem leiknir verða tveir leikir við heimakonur.
46 árum síðar varð Pétur aftur sófameistari - „Rosalega sérstakt"
Athugasemdir
banner
banner