De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pétur vill fá Glasgow City í Meistaradeildinni - „Eigum eftir að hefna fyrir tapið"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valskonur töpuðu gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í gær eftir að hafa tryggt sér titilinn heima í stofu eftir sigur Þór/KA gegn Breiðablik í fyrra dag.


Í dag verður dregið í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og Valur er í pottinum.

Pétur Pétursson þjálfari liðsins vill hefna fyrir tap liðsins gegn Galsgow City í Meistaradeildinni um árið.

„Ég held við fáum Glasgow City. Við spiluðum við þær árið 2019 og mér finnst að við eigum eftir að hefna fyrir það að tapað í vítaspyrnukeppni og dómarinn sleppti víti í restinni af leiknum," sagði Pétur.

Dregið verður kl 11 að íslenskum tíma.


46 árum síðar varð Pétur aftur sófameistari - „Rosalega sérstakt"
Athugasemdir
banner
banner
banner