
Þá er komið að slúðrinu þennan föstudaginn. Það er mikið slúðrað um markaðinn í Tyrklandi þar sem glugginn þar er enn opinn.
Spænska stórveldið Real Madrid horfir til Reece James (23) sem arftaka fyrir Dani Carvajal (31) þegar að því kemur. James skrifaði undir sex ára samning við Chelsea í fyrra og er í dag fyrirliði liðsins. (Diario AS)
Manchester City hefur náð samkomulagi við Boca Juniors um kaup á Valentin Barco (19) sem er vinstri bakvörður. (German Garcia Grova)
Martin Ödegaard (24) og Ben White (25) eru við það að skrifa undir langa samninga við Arsenal. (football.london)
Besiktas í Tyrklandi er að vonast til að fá miðjumanninn Hannibal Mejbri (20) á láni frá Manchester United. Besiktas reyndi að kaupa Mejbri en United var ekki til í það. (Sun)
Jesse Lingard (30) heldur áfram að æfa með West Ham en hann hefur fengið tilboð frá Tyrklandi, Sádi-Arabíu, Katar og Norður-Ameríku eftir að hann yfirgaf Nottingham Forest. (90min)
Portúgalski miðjumaðurinn Joao Palhinha (28) gæti enn farið til Bayern München þrátt fyrir að hafa skrifað undir nýjan samning við Fulham. (Bild)
Það kemur ekki til greina hjá Liverpool að rifta samningi við miðjumanninn Thiago (32) til þess að hann komist til Tyrklands. (Football Insider)
Tyrkneska félagið Trabzonspor vill gera þriggja ára samning við Thiago. (Tavkim)
Istanbul Basaksehir í Tyrklandi hefur komist að samkomulagi um að fá Emmanuel Dennis (25), sóknarmann Nottingham Forest, á láni. (Fabrizio Romano)
Konyaspor hefur komist að samkomulagi við Andros Townsend (32) sem var án félags eftir að hafa yfirgefið Everton. (Ajansspor)
Al-Shabab í Sádi-Arabíu er í viðræðum við John Terry, fyrrum fyrirliða Chelsea, um að hann taki að sér að stýra liðinu. (Nicolo Schira)
Graham Potter er að bíða eftir því að taka við liði sem er í Meistaradeildinni. (Football Insider)
Adana Demirspor frá Tyrklandi er í viðræðum við Mario Balotelli (33). (Ajansspor)
Barcelona ætlar sér að reyna að fá Nico Williams (21), framherja Athletic Bilbao, næsta sumar en Bilbao vill endilega framlengja við leikmanninn. (Sport)
Julian Draxler (29) er að ganga í raðir Al-Ahli í Katar frá Paris Saint-Germain fyrir rúmlega 20 milljónir evra. (Florian Plettenberg)
Athugasemdir