De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spila Mbappe bræðurnir saman um helgina?
Ethan Mbappe.
Ethan Mbappe.
Mynd: PSG
Svo virðist sem það séu ansi góð gen í Mbappe fjölskyldunni.

Kylian Mbappe er einn besti fótboltamaður í heimi þessa stundina en yngri bróðir hans, Ethan, er sagður gríðarlega efnilegur.

Ethan hefur síðustu ár spilað fyrir unglingalið PSG og þótt standa sig vel. Hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik með félaginu í desember árið 2022 er hann spilaði æfingaleik gegn Paris FC.

Ethan, sem er bara 16 ára gamall, spilaði með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu og núna um helgina gæti hann fengið tækifæri til að spila með bróður sínum.

Hann er nefnilega í aðalliðshópnum fyrir leikinn gegn Nice í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. Kylian er einnig í hópnum, auðvitað.

Ethan er aðeins öðruvísi leikmaður en bróðir sinn, en hann spilar inn á miðsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner