De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir viðræður við Bruno Guimaraes
Eddie Howe, stjóri Newcastle, staðfesti á fréttamannafundi í dag að viðræður um nýjan samning við Bruno Guimaraes, miðjumann liðsins og eina skærustu stjörnu þess, væru í gangi.

„Viðræður eru í gangi. Ég held að þetta hafi engin áhrif á Bruno; þetta fer fram í gegnum hans umboðsaðila og félagið. Hann hefur verið mjög góður, mjög jákvæður," sagði Howe.

„Hann er aftur kominn með jákvæða áru í kringum sig. Hann er algjör lykilmaður og við þurfum hann upp á sitt besta."

Guimaraes er 25 ára brasilískur miðjumaður sem Newcastle keypti frá Lyon í janúar 2022 og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins frá þeim tímapunkti. Núgildandi samningur rennur út í júní 2026.

Framundan hjá Newcastle er leikur gegn Brentford seinni partinn á morgun. Newcastle hefur farið hikstandi af stað á nýju tímabili og vill Howe komast á beinu brautina.

Hann sagði á fundinum að Sven Botman gæti snúið aftur í liðið eftir meiðsli en hann greindi þá frá því að Sandro Tonali glímdi við smávægileg meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner