De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Taylor fer frá Blikum til Twente (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Twente
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Taylor Marie Ziemer var í morgun tilkynnt sem nýr leikmaður hollenska félagsins FC Twente. Hún gengur í raðir félagsins eftir þrjú tímabil með Breiðabliki.

Hún gekk í raðir Breiðabliks í maí 2021 og skoraði hún 17 mörk í 71 KSÍ leik fyrir Breiðablik. Haustið 2021 varð hún bikarmeistari með Breiðabliki.

Hún er fædd árið 1998 og lék með ADO Den Haag í Hollandi árið 2018. Í kjölfarið fór hún í háskólaboltann í Bandaríkjunum og kom svo til Íslands.

„Hún er kröftug, stór og sterkur miðjumaður sem getur leyst margar stöður. Hún er alhliða leikmaður og hefur einnig spilað frammi. Við vonumst til þess að hún geti stigið inn í margar stöður og hjálpað okkur," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson um Taylor þegar hún gekk í raðir Breiðabliks.

Taylor lék með yngri landsliðum Bandaríkjanna en á Wikipedia segir að hún sé einnig gjaldgeng til að spila fyrir Þýskaland.

„Frá Breiðabliki til Twente, hljómar kunnulega," skrifar Alfons Sampsted við færslu Taylor á Instagram. Hann er uppalinn Bliki sem spilar með karlaliði Twente.

Um skiptin hafði Taylor þetta að segja: „Ég er mjög ánægð að vera hér. Þetta er gott skref fyrir mig. Ég vil spila fótbolta, verða betri og upplifa hvernig það er að spila hjá FC Twente. Ég vildi taka skref á mínum ferli og ég vil spila hjá félagi þar sem mér líður þægilega og leikstíllinn hentar mér. Ég vil bæta mig, taka næsta skref og berjast um verðlaun. Það er mikil virðing borin fyrir því erlendis hvernig Twente spilar, virðingin fyrir hollensku deildinni er að aukast og ég er spennt að fara spila hér."

Kveðjan frá Taylor til Blika
Ég er svo þakklát og heppin að hafa fengið að kalla þennan klúbb heimili mitt undanfarin þrjú ár.

Þakka ykkur öllum – þjálfurum mínum, stjórnendum, frábæru aðdáendunum – sem hafa tekið þátt í ferð minni hingað, fyrir að bjóða mig velkomna til Breiðabliks eins og ég væri alin upp hér. Það hefur verið mikill heiður að spila fyrir þetta félag!

Á síðustu þremur árum hef ég upplifað ótrúlegar hæðir og sársaukafullar lægðir og ég hefði ekki getað komist í gegnum það ef það væri ekki fyrir liðsfélaga mína sem eru orðnir svo mikið fyrir mig.

Til samherja minna, bæði fyrrverandi og núverandi, mér finnst ég svo heppin að hafa deilt vellinum og búningsklefanum með ykkur öllum. Að mæta á æfingu hefur verið besti hluti hvers dags því ég hef fengið að hanga og spila fótbolta með bestu vinum mínum! Ég hef lært og vaxið og átt svo margar ótrúlegar stundir með ykkur öllum við hlið mér.

Þegar ég tek næsta skref á ferlinum mun ég geyma þennan stað og þetta fólk í hjarta mínu að eilífu.


Athugasemdir
banner
banner