De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tekur Steve Bruce við landsliði í fyrsta sinn?
Steve Bruce, sem stýrði síðast West Brom, er núna líklegastur samkvæmt veðbönkum til að taka við landsliði Írlands.

Það hefur pressa myndast á Stephen Kenny, landsliðsþjálfara Írlands, í ljósi þess að það eru svo gott sem engar líkur á því að liðið komist í lokakeppni Evrópumótsins næsta sumar.

Írar eru í erfiðum riðli með Hollendingum og Frökkum, en liðið er aðeins með þrjú stig eftir fimm leiki. Árangur liðsins í Þjóðadeildinni var þá ekki nægilega góður til þess að hægt sé að búast við umspilssæti.

Það voru komnar af stað sögur um að Kenny yrði rekinn fyrir næsta landsliðsglugga en svo verður ekki.

Það kemur þó að öllum líkindum nýr þjálfari inn eftir undankeppnina. Lee Carsley, þjálfari enska U21 landsliðsins, hefur verið mikið orðaður við starfið en núna er Bruce óvænt orðinn líklegastur.

Bruce, sem er 62 ára, er með mikla reynslu úr þjálfun en hann hefur komið víða við á sínum ferli. Hann hefur stýrt West Brom, Newcastle, Sheffield Wednesday, Aston Villa, Hull, Sunderland, Wigan, Birmingham, Crystal Palace, Huddersfield og Sheffield United á sínum ferli. Hann hefur aldrei þjálfað landslið en það gæti breyst á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner