De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag um Maguire: Hann á þetta ekki skilið
Fáir fótboltamenn í heiminum hafa fengið eins mikla gagnrýni og Harry Maguire á undanförnum árum.

Maguire var keyptur til Manchester United frá Leicester fyrir 80 milljónir punda sumarið 2019. Hann hefur ekki náð að standa undir verðmiðanum og hefur fengið talsverða gagnrýni. Auk þess hefur hann orðið fyrir miklu aðkasti á samfélagsmiðlum.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er sammála landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate og segir að núna sé nóg komið.

„Hann á ekki skilið að fá svona mikla gagnrýni. Hann er frábær leikmaður," sagði Ten Hag.

„Þetta er algjör klikkun en svona er þetta. Harry verður að reyna að hundsa umræðuna."

Sjá einnig:
Southgate: Aldrei séð farið jafn illa með einn leikmann
Athugasemdir
banner
banner
banner