De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 12:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag um Sancho: Félagið bað mig um strangar reglur
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, mætti á fréttamannafund núna áðan þar sem hann var auðvitað mikið spurður út í Jadon Sancho.

Sancho hefur verið mikið til umræðu eftir að hann kallaði Ten Hag í raun lygara eftir leikinn gegn Arsenal á dögunum.

Sancho var ekki í leikmannahópi United í 3-1 tapinu gegn Arsenal í síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni og eftir leik sagði Ten Hag að leikmaðurinn hefði ekki verið valinn út af lélegri frammistöðu á æfingasvæðinu.

Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á Sancho sem ákvað að svara Ten Hag á samfélagsmiðlum. „Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að komast upp með að segja lygasögur um mig," sagði Sancho sem æfir núna einn.

„Félagið bað mig um strangar reglur því það var ekki góður kúltúr innan liðsins áður en ég kom fyrir síðasta tímabil. Það er mikilvægt að gera hlutina vel og það er mitt að stjórna því. Liðið kemur á undan öllu," sagði Ten Hag.

„Ég held að það sé búið allt sem segja þarf," sagði Ten Hag og bætti við að andrúmsloftið væri gott innan hópsins fyrir leikinn gegn Brighton á morgun.

Ten Hag var líka spurður út í Antony sem var sendur í leyfi eftir að þrjár konur sökuðu hann um ofbeldi. Hann segist ekki hafa hugmynd um það hversu lengi Antony verður fjarverandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner