De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír meiddir hjá Man City - „Tímabilið byrjar núna"
Tjáir sig um Walker og Nunes
Guardiola
Guardiola
Mynd: EPA
Nunes
Nunes
Mynd: Manchester City
„Komandi álag hefur ekki áhrif á liðsvalið gegn West Ham," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, á fréttamannafundi í dag.

„Tímabilið byrjar alltaf núna, eftir fyrsta landsleikjahléið, glugginn búinn og börnin farin aftur í skólann - kominn rútína hjá foreldrum."

„Við erum með Meistaradeildina, deildabikarinn og auðvitað úrvalsdeildina," sagði Guardiola.

Hann er að snúa aftur á hliðarlínuna eftir tveggja leikja fjarveru. Guardiola fór í aðgerð á baki. Mateo Kovacic, John Stones og Jack Grealish verða ekki með gegn West Ham á morgun vegna meiðsla.

Á fundinum tjáði hann sig einnig um Kyle Walker og Matheus Nunes.

Mjög mikilvægt að Kyle framlengdi
„Það er mjög mikilvægt að Walker skrifaði undir nýjan samning. Það er frábært að hann ákvað að vera áfram. Fáir leikmenn hafa genin sem hann hefur. Hann er þegar einn af fyrirliðunum. Á næstunni verður atkvæðagreiðsla hver er fyrirliði númer eitt."

„Ég hef þekkt Kyle í sjö ár og þegar hann stundum spilaði ekki þá var það út af taktískum ástæðum þá talaði hann um að mögulega fara en hann er svo mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Það var miður að hann gat ekki spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en svarið hans frá því hefur verið mjög gott."


Þarf að bæta fyrstu snertinguna
Matheus Nunes var keyptur frá Wolves undir lok gluggans. Portúgalski miðjumaðurinn þarf að bæta fyrstu snertingu sína að mati Guardiola.

„Hann getur bæði spilað djúpur eða sem sóknarmiðjumaður og jafnvel sem bakvörður. Hann þarf að bæta fyrstu snertinguna, hún er ekki nógu góð. Orkan hans er góð og hann spilaði síðustu leikina með Wolves sem vængmaður. Hann er með mikil gæði."

„Með tímanum mun hann læra enn meiri nákvæmni varðandi fyrstu snertinguna."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner