Bayern 2 - 2 Bayer
1-0 Harry Kane ('7 )
1-1 Alex Grimaldo ('24 )
2-1 Leon Goretzka ('86 )
2-2 Exequiel Palacios ('90 , víti)
1-0 Harry Kane ('7 )
1-1 Alex Grimaldo ('24 )
2-1 Leon Goretzka ('86 )
2-2 Exequiel Palacios ('90 , víti)
Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane skoraði fjórða mark sitt fyrir Bayern München sem gerði 2-2 jafntefli við Bayer Leverkusen í þýsku deildinni í kvöld.
Kane skoraði með skalla á 7. mínútu eftir hornspyrnu en hann var réttur maður á réttum stað á fjærstönginni. Hann var að skora fjórða deildarmark sitt.
Spænski bakvörðurinn Alex Grimaldo jafnaði fyrir Leverkusen á 24. mínútu leiksins.
Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum taldi Leon Goretzka sig hafa skorað sigurmarkið fyrir Bayern en stuttu síðar fengu heimamenn á sig víti og skoraði Exequiel Palacios úr vítinu og lokatölur því 2-2.
Jafnteflið þýðir það að Leverkusen er á toppnum með 10 stig, jafn mörg og Bayern, en með betri markatölu.
Athugasemdir