Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   sun 15. september 2024 17:57
Sölvi Haraldsson
England: Newcastle kláraði Úlfana í lokin
Harvey Barnes hetja Newcastle.
Harvey Barnes hetja Newcastle.
Mynd: EPA
Wolves 1 - 2 Newcastle
1-0 Mario Lemina ('36 )
1-1 Fabian Schar ('75 )
1-2 Harvey Barnes ('80 )

Einn leikur fór fram í Ensku úrvalsdeildinni í dag þegar að Newcastle United fékk Úlfana í heimsókn á St. James Park. Leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn í Newcastle eftir góðan lokakafla.


Wolves byrjuðu leikinn betur og tóku forystuna í fyrri hálfleiknum. Það var hann Mario Lemina sem gerði það á 36. mínútu. Hálfleikstölur voru 1-0, Úlfunum í vil.

Seinni hálfleikurinn fór afar rólega af stað en það fór ekki að draga til tíðinda fyrr en þegar það var korter eftir af venjulegum leiktíma. Þá minnkaði svissneski hafsentinn Fabian Schar muninn sem gaf Newcastle trú. Aðeins 5 mínútum síðar skoraði Harvey Barnes og kom Nexcastle yfir sem reyndist vera sigurmarkið.

Harvey Barnes hefur núna skorað tvö mörk í tveimur leikjum en hann skoraði einmitt í seinasta leik Newcastle er þeir unnu Tottenham 2-1.

Þetta var lokaleikur 4. umferðarinnar en Newcastle fóru upp fyrir Liverpool og eru núna í 3. sætinu með 10 stig og aðeins slakari markatölu en Arsenal sem eru með jafn mörg stig. Wolves hins vegar er í fallsæti eftir tapið með aðeins eitt stig í fjórum leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner