PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   sun 15. september 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Njósnarar Real Madrid í Lundúnum - Liverpool á eftir varnarmanni Sevilla
Powerade
William Saliba
William Saliba
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús en hann er tekinn saman af BBC. William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum.


Real Madrid mun senda njósnara á Norður-Lundúnaslaginn í dag en liðið hefur áhuga á William Saliba (23), varnarmanni Arsenal og Cristian Romero (26), varnarmanni Tottenham. (Defensa Central)

Carney Chukwuemeka (20), leikmaður Chelsea er á óskalista AC Milan en ítalska félagið vill fá hann í janúar. (Calciomercato)

Real Madrid er nálægt því að ná samkomulagi við Alphonso Davies (23), en hann getur skrifað undir forsamning við félagið í janúar. (AS)

Liverpool er að skoða Loic Bade (24), varnarmann Sevilla en enska félagið er að skoða arftaka Virgil van Dijk (33).

Chelsea gæti snúið sér aftur að Victor Osimhen (25), sóknarmanni Napoli en hann er með riftunarákvæði í lánssamningi sínum við Galatasaray. (Football Insider)

Barcelona hafnaði um 210 milljón punda tilboði PSG í spænska vængmanninn Lamine Yamal (17), í júní samkvæmt Andy Bara, umboðsmanni Dani Olmo. (Mundo Deportivo)

West Ham er að íhuga að fara í viðræður við varnarmanninn Joel Matip (33). (Football Insider)

Móðir og jafnframt umboðsmaður Adrien Rabiot segir að þessi 29 ára gamli franski miðjumaður, sem hefur verið orðaður við Newcastle og Man Utd, muni ekki snúa aftur til Juventus. (Mirror)


Athugasemdir
banner
banner
banner