fös 15. október 2021 12:15
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór, Nikolaj og Nacho Gil áfram í Vestra (Staðfest)
Lengjudeildin
Jón Þór Hauksson stýrir Vestra áfram.
Jón Þór Hauksson stýrir Vestra áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Vestri sendi stór skilaboð út í fótboltasamfélagið í dag þegar félagið tilkynnti nýja samninga við þrjá mikilvæga pósta.

Fyrstan ber þar að nefna þjálfarann Jón Þór Hauksson sem hefur samið um að stýra liðinu áfram. Hann tók við liðinu á miðju sumri og samdi út tímabilið.

Hann náð góðum árangri með liðið sem endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar og komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Eftir að tímabilinu lauk sýndi Stjarnan áhuga á að fá hann til að taka við í Garðabænum en hann valdi að vera áfram hjá Vestra.

Nikolaj Madsen er 33 ára danskur miðjumaður sem var frábær með Vestra í sumar.

Hann skoraði fimm mörk í tuttugu leikjum í Lengjudeildinni en samningur hans við Vestra er að renna út. Fram ræddi við hann en hann valdi áfram að vera áfram fyrir vestan.

Þá framlengdi Nacho Gil einnig hjá Vestra en ÍBV hafði sýnt spænska miðjumanninum áhuga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner