Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 15. október 2021 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikbann Wan-Bissaka stytt - Má spila gegn Atalanta
Aaron Wan-Bissaka var dæmdur í tveggja leikja bann í kjölfarið á rauða spjaldinu sem hann fékk gegn Young Boys í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

UEFA breytti niðurstöðu sinni eftir áfrýjun frá Manchester United, stytti bannið niður í einn leik og má Wan-Bissaka spila með United gegn Atalanta í næstu viku.

Bakvörðurinn fékk beint rautt spjald eftir tæklingu í fyrri hálfleik og tók út leikbann gegn Villarreal í 2. umferð keppninnar.

Wan-Bissaka er hægri bakvörður númer eitt hjá Manchester United en Diogo Dalot hefur verið kostur númer tvö hjá enska félaginu. United er með þrjú stig í riðlinum eftir fyrstu tvo leiki sína.
Athugasemdir