Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   þri 15. október 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Höfnuðu nokkrum tilboðum í Durán
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Monchi er yfirmaður fótboltamála hjá Aston Villa á Englandi og var spurður út í kólumbíska landsliðsmanninn Jhon Durán sem var gríðarlega eftirsóttur í sumar.

Durán er tvítugur framherji sem braust fram í sviðsljósið á síðustu leiktíð og hefur Unai Emery þjálfari miklar mætur á honum.

Það bárust ýmis tilboð í Durán í sumar en Aston Villa hafnaði þeim öllum og hefur framherjinn byrjað nýtt tímabil af ótrúlega miklum krafti, þrátt fyrir að vera ekki með byrjunarliðssæti.

Durán gerði nýjan samning við Villa á dögunum þrátt fyrir mikinn áhuga frá öðrum félögum og þrátt fyrir að vera ekki byrjunarliðsmaður.

„Jhon Durán vildi skipta um félag til að fá meiri spiltíma en við höfum rætt málin og honum líður vel hérna. Við höfnuðum ýmsum tilboðum í hann og lítum á hann sem lykilleikmann fyrir framtíð félagsins," sagði Monchi þegar hann var spurður út í framherjann unga.

Aston Villa seldi brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz í sumar og keypti Belgann Amadou Onana frá Everton í hans stað.

„Douglas Luiz er frábær fótboltamaður og góður gaur. Hann var lykilmaður fyrir okkur og spilaði yfir 90% af leikjunum. Hægt og rólega á hann eftir að verða mjög mikilvægur leikmaður fyrir Juventus."
Athugasemdir
banner
banner
banner