Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 15. nóvember 2019 14:38
Magnús Már Einarsson
Arnar Sveinn og Þórir á förum frá Breiðabliki?
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Þórir Guðjóns­son og bakvörðurinn Arn­ar Sveinn Geirs­son gætu verið á för­um frá Breiðabliki en mbl.is segir frá þessu í dag.


Herma heim­ild­ir mbl.is að Óskar Hrafn Þor­valds­son, nýráðinn þjálf­ari Breiðabliks, hafi ekki hug á því að nota leik­menn­ina á næstu leiktíð.

Þórir kom til Breiðabliks frá Fjölni fyrir síðasta tímabil en Arnar Sveinn kom frá Val í vor.

Fjöln­ir, Grótta og Þrótt­ur hafa verið nefnd­ir sem hugs­an­leg­ir áfangastaðir Þóris samkvæmt frétt mbl.is.

Hinn 28 ára gamli Þórir skoraði eitt mark í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann hefur samtals skorað 33 mörk í 128 leikjum í efstu deild.

Arnar Sveinn er einnig 28 ára gamall en hann spilaði ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samtals á Arnar 103 leiki að baki í efstu deild en hann hefur skorað átta mörk í þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner