Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 15. nóvember 2020 16:50
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Þróttur.is 
Sam Hewson kominn til Þróttar R. (Staðfest)
Lengjudeildin
Guðlaugur Baldursson og Sam Hewson, þjálfarar Þróttar.
Guðlaugur Baldursson og Sam Hewson, þjálfarar Þróttar.
Mynd: Þróttur
Hewson í leik með Fylki.
Hewson í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sam Hewson hefur verið ráðinn sem spilandi aðstoðarþjálfari hjá Þrótti R. og mun starfa þar undir stjórn Guðlaugs Baldurssonar. Þeir tveir þekkjast vel eftir mikla sigurgöngu með FH á sínum tíma.

Sam skrifar undir fjögurra ára samning við Þrótt sem rétt slapp við fall úr Lengjudeildinni í haust. Liðið bjargaði sér á markatölu, þar sem Magni var með 25 mörk í mínus en Þróttur 24.

Sam er vel þekktur á Íslandi þar sem hann hefur spilað fyrir Fram, FH, Grindavík og Fylki síðustu níu ár. Sam er fæddur 1988 og á að baki farsælan feril í efstu deild íslenska boltans.

„Það er mikill fengur í að fá Sam Hewson til liðs við okkur en hann hefur margoft sannað snilli sína inn á vellinum og kemur nú til Þróttar sem leikmaður og aðstoðarþjálfari," segir Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar.

„Við bindum miklar vonir við Sam og samvinnu þeirra félaga."

Sam var einnig fenginn til að segja nokkur orð eftir undirskriftina.

„Þetta er mjög spennandi verkefni fyrir mig, Þróttur er spennandi félag og ég hlakka til samvinnunnar við Guðlaug," sagði Sam.

„Ég mun gera mitt allra besta fyrir félagið, bæði innan og utan vallar og hlakka til að vinna með ungum leikmannahópi Þróttar."

Guðlaugur Baldursson var ráðinn þjálfari Þróttar á föstudaginn en hann var aðstoðarþjálfari FH í sumar.


Athugasemdir
banner
banner