Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. nóvember 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Wales: Gareth Bale er eins og nýr maður
Mynd: Getty Images
Robert Page, bráðabirgðaþjálfari velska landsliðsins, segist aldrei hafa séð Gareth Bale í betra standi heldur en nú.

Bale og félagar eiga tvo heimaleiki í Þjóðadeildinni á næstu dögum. Sá fyrri er gegn Írlandi í dag og sá seinni gegn Finnlandi á miðvikudaginn.

Wales er á toppi riðilsins sem stendur, einu stigi fyrir ofan Finnland sem heimsækir Búlgaríu í dag.

„Það sést á Gareth að hann er byrjaður að njóta þess að spila fótbolta. Ég hef aldrei séð hann í betra standi, hann er eins og nýr maður eftir að hafa skipt yfir í lið þar sem hann fær traust frá þjálfaranum," sagði Page.

Bale virðist allur vera að koma til eftir félagaskipti til Tottenham í haust. Hann var hvíldur í æfingaleik gegn Bandaríkjunum á þriðjudaginn en búist er við að hann verði í byrjunarliði Wales næstu tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner