Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   mán 15. nóvember 2021 14:30
Fótbolti.net
Jón Dagur besti leikmaður Íslands í undankeppninni
Icelandair
watermark Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF, var besti leikmaður íslenska landsliðsins í undankeppni HM, samkvæmt einkunnagjöf Fótbolta.net. Riðill Íslands kláraðist í gær.

Fótbolti.net gefur einkunnir eftir alla landsleiki en til að fá einkunn verður leikmaður að spila 20 mínútur eða meira, með örfáum undantekningum. Til að vera gildur á þennan lista okkar verður leikmaður að hafa fengið einkunnir fyrir fjóra leiki eða fleiri.

Jón Dagur er efstur á blaði með 6,3 í meðaleinkunn en hann fékk einkunn fyrir sjö leiki. Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson og miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason koma næstir með 6 í meðaleinkunn.

Enginn leikmaður fékk hærra en 8 í einkunn fyrir leik í þessari undankeppni. Ísland endaði í næst neðsta sæti riðilsins.

Bestu leikmenn Íslands: (Verða að hafa fengið einkunnir fyrir fjóra leiki eða fleiri)
Jón Dagur Þorsteinsson 6,3
Elías Rafn Ólafsson 6
Brynjar Ingi Bjarnason 6
Hjörtur Hermannsson 5,8
Ari Freyr Skúlason 5,8
Daníel Leó Grétarsson 5,8
Sverrir Ingi Ingason 5,7
Ísak Bergmann Jóhannesson 5,5
Jóhann Berg Guðmundsson 5,5
Þórir Jóhann Helgason 5,5
Birkir Bjarnason 5,4
Sveinn Aron Guðjohnsen 5,4
Arnór Sigurðsson 5,25
Guðmundur Þórarinsson 5,2
Albert Guðmundsson 5,1
Birkir Már Sævarsson 5
Guðlaugur Victor Pálsson 4,6
Viðar Örn Kjartansson 4,3

Fengu einkunnir fyrir þrjá leiki:
Stefán Teitur Þórðarson 5,7
Alfons Sampsted 5,3
Aron Einar Gunnarsson 5
Kári Árnason 5
Andri Fannar Baldursson 4,7
Hannes Þór Halldórsson 4,7
Rúnar Alex Rúnarsson 4,3

Fengu einkunnir fyrir tvo leiki:
Arnór Ingvi Traustason 6
Hörður Björgvin Magnússon 6
Rúnar Már Sigurjónsson 5,5
Jón Daði Böðvarsson 4,5

Fengu einkunnir fyrir einn leik:
Andri Lucas Guðjohnsen 7
Hólmbert Aron Friðjónsson 6
Kolbeinn Sigþórsson 5
Mikael Egill Ellertsson 5
Jón Guðni Fjóluson 4
Mikael Anderson 3
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner