Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 15. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe sá fyrsti síðan 1958
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe átti stórleik þegar Frakkland valtaði yfir Kasakstan í undankeppni HM um liðna helgi.

Í hálfleik var staðan 3-0 og hafði Mbappe skorað öll mörkin. Hann bætti við fjórða marki sínu í seinni hálfleiknum en leikar enduðu 8-0 fyrir Frakkland.

Frakkland tryggði sér sæti á HM og sagði Mbappe eftir leik: „Við ætlum að fara þangað til að vinna."

Frakkland er ríkjandi heimsmeistari og stórveldi í fótbolta. Mbappe náði miklum áfanga með markafjölda sínum gegn Kasakstan. Hann er fyrsti leikmaður Frakka til að skora fjögur mörk eða meira í leik síðan Just Fontaine gerði það gegn Vestur-Þýskalandi árið 1958.

Mbappe, sem er 22 ára, er á mála hjá Paris Saint-Germain. Líklegt þykir að hann fari á frjálsri sölu til Real Madrid næsta sumar.

Athugasemdir
banner
banner
banner