
Raul Jimenez framherji Wolves var valinn í landsliðshóp Mexíkó fyrir HM í Katar við litla hrifningu Julen Lopetegui, nýráðinn stjóra Wolves.
Jimenez hefur verið frá vegna meiðsla í þrjá mánuði en hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum á tímabilinu með Wolves.
Gerardo Martino þjálfari mexíkóska landsliðsins segir að Jimenez sé klár í slaginn.
„Við ákváðum að taka hann með efitr að hafa rætt við hann og læknana. Þó hann hafi ekki spilað gegn alvöru andstæðingum ennþá en það mun gerast gegn Svíþjóð. Hann hefur æft vel með okkur," sagði Martino.
Mexíkó mætir Svíþjóð á morgun í síðasta leik liðsins fyrir HM.
Athugasemdir