Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   sun 15. desember 2019 19:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Roma skoraði þrjú í seinni hálfleik
Roma 3 - 1 Spal
0-1 Andrea Petagna ('44 , víti)
1-1 Lorenzo Pellegrini ('53 )
2-1 Diego Perotti ('66 , víti)
3-1 Henrikh Mkhitaryan ('83 )

Roma tók á móti Spal í ítölsku Seríu A í dag. Spal. sem var fyrir leikinn í botnsæti deildarinnar, komst yfir undir lok fyrri hálfleiks með mark úr vítaspyrnu.

Rómverjar komu til baka í seinni hálfleik með þremur mörkum og tryggðu sigurinn. Lorenzo Pellegrini hóf endurkomuna á 53. mínútu.

Á 66. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu og Diego Perotti skoraði úr henni og kom Rómverjum yfir. Það var svo varamaðurinn Henrikh Mkhitaryan sem innsiglaði sigurinn á 83. mínútu. Mkhitaryan kom inn á fjórum mínútum áður en hann skoraði.

Roma er eftir leikinn í 4. sæti en Cagliari getur jafnað við Roma með sigri gegn Lazio á morgun. Lokaleikur dagsins hefst innan skamms þegar Fiorentina og Inter mætast í beinni útsendingu.

Önnur úrslit:
Ítalía: Frábær endurkoma Verona - Ronaldo skoraði tvö
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner
banner