
Fjölmiðlar á Spáni halda því fram að sóknarmaðurinn Karim Benzema sé tilbúinn að mæta aftur í franska landsliðshópinn fyrir úrslitaleikinn á HM.
Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.
Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.
Benzema, sem var valinn besti fótboltamaður í heimi fyrir nokkrum vikum síðan, átti að vera ein helsta stjarna Frakka á mótinu en meiddist í aðdraganda þess.
Hann er núna búinn að jafna sig af meiðslunum og hefur verið að æfa undanfarna daga.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur verið spurður út í það hvort Benzema muni mæta aftur í hópinn en hefur ekki viljað svara fyrir um það.
Mundo Deportivo segir að Benzema sé tilbúinn að fara aftur í hópinn en ákvörðunin liggur hjá Deschamps. Liðinu hefur gengið vel án Benzema en hæfileikar hans eru þó óumdeildir.
Athugasemdir