
Rafael Leao landsliðsmaður Portúgal og leikmaður AC Milan studdi við Frakkann Theo Hernandez þegar Frakkland vann Marokkó í undanúrslitum á HM.
Hernandez kom Frökkum yfir með glæsilegu marki í upphafi leiks og Leao skrifaði í kjölfarið á Twitter að Hernandez væri besti vinstri bakvörður í heimi.
Leao og Theo eru samherjar hjá AC Milan á Ítalíu.
Frakkland mætir Argentínu í úrslitum á HM á sunnudaginn kemur.
Theo best left back in the world ????????@TheoHernandez
— Rafael Leão (@RafaeLeao7) December 14, 2022
Athugasemdir