Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 15. desember 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Viðar: Aldrei spáð jafn alvarlega í því að spila á Íslandi og núna
Viðar fór frá Íslandi erlendis í atvinnumennsku eftir tímabilið 2013 með Fylki og hefur spilað erlendis síðan.
Viðar fór frá Íslandi erlendis í atvinnumennsku eftir tímabilið 2013 með Fylki og hefur spilað erlendis síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég skora alltaf þegar ég fæ traust og tíma en ég fékk aldrei að spila eins mikið og ég vonaðist eftir
Ég skora alltaf þegar ég fæ traust og tíma en ég fékk aldrei að spila eins mikið og ég vonaðist eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér finnst ég eiga fullt erindi að vera úti og spila þar áfram
Mér finnst ég eiga fullt erindi að vera úti og spila þar áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar er uppalinn á Selfossi og lék síðast með liðinu tímabilið 2012.
Viðar er uppalinn á Selfossi og lék síðast með liðinu tímabilið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar á að baki 31 landsleik og í þeim skoraði hann fjögur mörk.
Viðar á að baki 31 landsleik og í þeim skoraði hann fjögur mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson fékk samningi sínum við búlgarska félagið CSKA Sofia 1948 rift í gær. Viðar samdi við félagið í sumar en hefur fengið sig lausan og er frjálst að halda annað.

Framherjinn skoðar nú næsta skref á ferlinum. Hann er 33 ára og útilokar ekki að spila á Íslandi næsta sumar.

„Ég var búinn með samninginn í Grikklandi og þá kom strax tilboð frá Búlgaríu. Ég hefði viljað taka meiri tíma í að hugsa og sjá hvað væri í boði. En hvernig þeir settu þetta upp þá fannst mér þetta mjög spennandi. Liðið endaði í 3. sæti í fyrra og var á leið í Evrópu. Mér fannst það mjög spennandi, alltaf gaman að prófa ný lönd."

„Það var áhugi hér og þar um leið og ég var samningslaus, en þeir vildu drífa sig því deildin byrjar um miðjan júlí og þess vegna gerðist þetta svona hratt,"
sagði Viðar um ákvörðunina að fara til Búlgaríu.

Nennti ekki að eyða tíma í að sitja á bekknum
En hver er aðdragandi riftunarinnar?

„Ég kom í sumar og þá var ég ekki búinn að spila í einhverja þrjá mánuði. Ég var ekkert í frábæru leikformi þegar ég kom. Deildin byrjaði tveimur vikum eftir það, ég byrja að spila fyrstu leikina og það gengur þokkalega. Ég tók mánuð þar sem ég æfði tvisvar á dag og var mælingarlega kominn í besta form sem ég hef verið í í mörg ár; sjaldan verið jafn léttur."

„Ég skora alltaf þegar ég fæ traust og tíma en ég fékk aldrei að spila eins mikið og ég vonaðist eftir og þá er erfitt að ná takti. Ég var ekki að sjá það breytast."

„Maður er ekkert að verða yngri og bað bara um að fá að fara, nennti ekki að eyða tíma í að sitja á bekknum. Þeir urðu að þeirri ósk."

„Ég kom eftir þokkalegt tímabil í Grikklandi sem er talsvert sterkari deild en sú búlgarska. Maður ætti að vera spila hvern einasta leik og skora fullt af mörkum ef allt væri eðlilegt, sá það þannig fyrir mér."

„Núna er ég að leita mér að góðu og vonandi farsælu skrefi,"
sagði Viðar.

„Mér finnst ég vera of góður til að koma heim núna"
Ertu með eitthvað í huga hvað þig langar að gera?

„Það er ýmislegt sem mig langar að gera. Maður útilokar aldrei að koma til Íslands, en mér finnst ég vera of góður til að koma heim núna að spila. Mér finnst ég eiga fullt erindi að vera úti og spila þar áfram. Það er alltaf heillandi að koma heim og ég hef aldrei verið að spá jafn alvarlega í því og núna."

„Þegar maður er kominn yfir þrítugt og kemur af tímabili eins og þessu þar sem maður er mikið á bekknum og riftir samningi, þá eru kannski ekki biðraðir af liðum á eftir þér. Það er samt alltaf eitthvað, ég er búinn að heyra í einhverjum liðum og er að sjá hvað er mest spennandi. Ef það er eitthvað virkilega spennandi úti þá skoða ég það."

„Ég skoða allt núna og útiloka ekkert. Það eru alveg jafnmiklar líkur á því að ég spili úti og að ég spili heima. Maður hefur heyrt í liðum hér og þar, en ekkert ákveðið í þessu."


Langar að spila aftur á Selfossi
Það hefur verið fjallað um möguleikann á því að þú spilir á Selfossi næsta sumar. Hefurðu átt samtal við þá?

„Ég hef talað reglulega við mína menn á Selfossi og fylgist alltaf vel með hvað er að gerast þar, alltaf viljað hjálpa til að þeir séu á betri stað. Þetta er of stór klúbbur til að vera í 2. deild."

„Ég hef alveg spjallað um hlutina við þá. en höfum ekkert farið í einhver smáatriði. Að fara á Selfoss er eitthvað sem mig langar að gera einhvern tímann aftur á ferlinum. Ég hef heyrt í þeim eins og öðrum félögum. Menn virðast vera að spýta í á Selfossi, alltaf spennandi að vera þar."


Lokar ekki á neitt
Viðar er staddur í Osló þar sem hann á góðan minningar. Er einhver draumur að spila aftur þar?

„Það er allt opið í því, ég loka ekki á neitt. Ég kann vel við mig og það er aldrei að segja aldrei í þessu. Ég á góðar minningar héðan og maður horfir í möguleikann á að spila í Skandinavíu alveg eins og að koma til Íslands," sagði Viðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner