Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 14. desember 2023 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Viðar Örn búinn að rifta í Búlgaríu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson staðfesti í samtali við Fótbolta.net að hann sé búinn að rifta samningi sínum við CSKA 1948 Sofia í efstu deild í Búlgaríu eftir tæplega fjögurra mánaða dvöl þar.

Hinn 33 ára gamli Viðar gekk til liðs við CSKA um miðjan júlí og tókst ekki að festa sig í sessi í byrjunarliðinu. Hann kom mikið inn af bekknum og skoraði eitt mark á dvöl sinni þar. Hann varð um leið fyrsti Íslendingurinn til að skora í efstu deild í níu mismunandi löndum.

Viðar Örn, sem á 4 mörk í 32 A-landsleikjum með Íslandi, hefur verið orðaður við heimkomu til Íslands og jafnvel til uppeldisfélagsins Selfoss, sem leikur þó í 2. deild eftir óvænt fall úr Lengjudeildinni í sumar.

Það verður þó að teljast líklegra að hann haldi til félags sem leikur í Bestu deildinni ef hann tekur ákvörðun um að snúa aftur heim.

   14.12.2023 15:10
Spilar Viðar Örn í 2. deild? - Selfyssingar tjá sig ekki um sögusagnir

Athugasemdir
banner
banner
banner