City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 16. janúar 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Derby braut fjárlög - Fær líklega mínusstig
Derby County er í vandræðum eftir að hafa brotið fjárlög Championship deildarinnar á Englandi.

Félög í Championship mega ekki skila meira en 39 milljón punda tapi á þriggja ára tímabili. Eigandi Derby, Mel Morris, vissi að það yrði erfitt að halda sér innan fjárlaganna og seldi sjálfum sér Pride Park, heimavöll Derby, fyrir 80 milljónir punda.

Salan á heimavellinum virðist ekki hafa verið nóg því stjórn ensku neðrideildanna telur félagið vera í alltof miklum mínus síðustu þrjú ár. Stjórnin hefur kært málið og hrint af stað rannsókn sem er unnin af óháðri aganefnd.

Derby á yfir höfði sér þunga refsingu ef fyrra dæmi er skoðað. Birmingham City fékk 9 mínusstig fyrir brot á fjárlögum á síðustu leiktíð.

Derby er þessa stundina í 17. sæti deildarinnar, 10 stigum fyrir ofan fallsvæðið. Wayne Rooney er á mála hjá félaginu.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 8 5 3 0 12 5 +7 18
2 Coventry 8 4 4 0 22 7 +15 16
3 Stoke City 8 4 2 2 10 5 +5 14
4 West Brom 8 4 2 2 9 7 +2 14
5 Bristol City 8 3 4 1 14 8 +6 13
6 Leicester 8 3 4 1 10 7 +3 13
7 Preston NE 8 3 4 1 9 7 +2 13
8 Swansea 8 3 3 2 9 7 +2 12
9 Charlton Athletic 8 3 3 2 8 6 +2 12
10 QPR 8 3 3 2 11 13 -2 12
11 Birmingham 8 3 2 3 7 10 -3 11
12 Millwall 8 3 2 3 6 12 -6 11
13 Ipswich Town 7 2 4 1 12 7 +5 10
14 Southampton 8 2 4 2 10 11 -1 10
15 Wrexham 8 2 3 3 13 14 -1 9
16 Watford 8 2 3 3 9 10 -1 9
17 Portsmouth 8 2 3 3 7 9 -2 9
18 Hull City 8 2 3 3 13 16 -3 9
19 Norwich 8 2 2 4 10 11 -1 8
20 Derby County 8 1 4 3 10 14 -4 7
21 Oxford United 8 1 3 4 9 11 -2 6
22 Blackburn 7 2 0 5 6 10 -4 6
23 Sheff Wed 8 1 3 4 8 15 -7 6
24 Sheffield Utd 8 1 0 7 3 15 -12 3
Athugasemdir
banner
banner