,,Galinn dómur," er það sem Hólmar Örn Eyjólfsson hafði að segja um rauða spjaldið sem hann fékk í sigri Bochum í Þýskalandi.
Hólmar fékk þá rautt spjald í sínum fyrsta leik eftir þriggja leikja bann og er spjaldið vægast sagt glórulaust því liðsfélagi Hólmars átti í raun að fá rauða spjaldið.
Hólmar fékk þá rautt spjald í sínum fyrsta leik eftir þriggja leikja bann og er spjaldið vægast sagt glórulaust því liðsfélagi Hólmars átti í raun að fá rauða spjaldið.
,,Þeir eru bara búnir að hlæja mikið yfir þessu strákarnir núna, þetta var náttúrulega frekar óheppilegt," sagði Hólmar við Fótbolta.net
,,Það kemur bolti í gegn á manninn sem er á hinum hafsentinum og ég hleyp til hans og ætla að bakka hann upp en þá rífur hann hann (andstæðinginn) niður.
Þegar það gerist er ég svona einn meter frá honum (samherjanum) og hleyp síðan á hann og dett við hliðina á strikernum. Þá flautar dómarinn og hleypur beint til mín og gefur mér rautt, fyrir bókstaflega ekkert.
,,Fyrsti leikurinn eftir þriggja leikja bann, búinn að spila korter og beint rautt aftur."
Athugasemdir