Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 16. febrúar 2017 13:44
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópur fyrir Algarve - Sigríður Lára og Thelma valdar
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Björk Einarsdóttir snýr aftur í hópinn.
Thelma Björk Einarsdóttir snýr aftur í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem fer á Algarve mótið í Portúgal í næsta mánuði.

Sigríður Lára Garðarsdóttir úr ÍBV er í hópnum en hún á einungis einn A-landsleik að baki. Það var með U23 ára liði Íslands gegn Póllandi í fyrra en sá leikur var skráður sem A-landsleikur.

Thelma Björk Einarsdótir kemur inn í hópinn en hún spilaði síðast með A-landsliðinu árið 2012. „Hún getur spilað vinstri bakvörð, kant og miðju. Hún er í mjög góðu standi," sagði Freyr um Thelmu.

Hólmfríður Magnúsdóttir er fjarri góðu gamni en hún fótbrotnaði á dögunum. Dagný Brynjarsdóttir hefur verið meidd en hún er í hópnum sem og Margrét Lára Viðarsdóttir sem er nýkomin af stað eftir meiðsli.

Ísland hefur leik á Algarve mótinu þann 1. mars gegn Noregi. Ísland mætir einnig Japan og Spáni í riðlakeppninni.

„Markmiðið er að ná góðri frammistöðu í öllum leikjum. Markmiðið er líka að við séum taktískt lengra komin þegar við komum út úr mótinu," sagði Freyr um Algarve mótið sem er framundan.

Markmenn:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgarden)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (LB07)
Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Djurgarden)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Sif Atladóttir (Kristianstad)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur)
Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)

Miðjumenn:
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg)
Dagný Brynjarsdóttir (Portland Thorns)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valerenga)
Elín Metta Jensen (Valur)
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)

Sóknarmenn:
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Sandra María Jessen (Þór/KA)



Athugasemdir
banner
banner
banner