Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. febrúar 2020 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal valtaði yfir Newcastle í síðari hálfleik
Flottur sigur hjá Arsenal.
Flottur sigur hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Aubameyang og Pepe skoruðu tvö fyrstu mörkin.
Aubameyang og Pepe skoruðu tvö fyrstu mörkin.
Mynd: Getty Images
Özil skoraði sitt fyrsta mark síðan í apríl á síðasta ári.
Özil skoraði sitt fyrsta mark síðan í apríl á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Arsenal 4 - 0 Newcastle
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('54 )
2-0 Nicolas Pepe ('57 )
3-0 Mesut Ozil ('90 )
4-0 Alexandre Lacazette ('90 )

Arsenal vann í dag sinn annan deildarsigur undir stjórn Spánverjans Mikel Arteta. Arsenal fékk Newcastle í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus. Það vantaði upp á gæði hjá báðum liðum á síðasta þriðjungnum.

Í upphafi seinni hálfleiks fékk Eddie Nketiah algjört dauðafæri til að skora eftir sendingu frá Nicolas Pepe. Hann setti boltann hins vegar í slána.

Stuttu eftir það skoraði Pierre-Emerick Aubameyang fyrsta mark leiksins. Pepe átti þá fyrirgjöf sem Aubameyang skallaði fram hjá Dubravka í marki Newcastle.

Arsenal gekk á lagið í byrjun seinni hálfleiks. Þremur mínútum eftir mark Aubameyang skoraði Pepe eftir frábæran undirbúning frá hinum efnilega Bukayo Saka.

Leikmenn Newcastle reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn og koma sér inn í leikinn hálfleikinn. Boltinn vildi hins vegar ekki inn hjá þeim. Ciaran Clark fékk líklega besta færi Newcastle, en tilraun hans í teignum fór af David Luiz og fram hjá.

Rétt fyrir uppbótartímann skoraði svo Mesut Özil og gulltryggði sigur Arsenal. Hans fyrsta fótboltamark síðan í apríl á síðasta ári.

Arsenal hafði ekki alveg sagt sitt síðasta því Frakkinn Alexandre Lacazette skoraði fjórða markið áður en flautað var til leiksloka. Veisla hjá Arsenal í seinni hálfleik.

Lokatölur 4-0 fyrir Arsenal sem fer upp fyrir Burnley í tíunda sæti deildarinnar Arsenal er sex stigum frá fimmta sætinu sem gefur þáttökurétt í Meistaradeildinni fyrir næsta tímabil út af Evrópubanni Manchester City.

Lærisveinar Steve Bruce sitja í 12. sætinu með þremur stigum minna en Arsenal.

Önnur úrslit:
England: Son nýtti sér slæm mistök Engels í sigri á Aston Villa


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner