Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 16. febrúar 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham gæti fengið allt að tíu leikja bann
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham gæti fengið allt að tíu leikja bann ef það verður dæmdur sekur í máli sem snýr að því að hann hafi kallað Mason Greenwood „nauðgara".

Real Madrid og Getafe áttust við fyrr í þessum mánuði en eftir þann leik var Bellingham sakaður um að hafa kallað Greenwood „nauðgara" eftir tæklingu sem hann fór í af miklum krafti.

Greenwood var handtekinn á síðasta ári eftir að kærasta hans, Harriet Robson, deildi myndum af áverkum sínum sem hún sagði vera af hendi Greenwood. Hún deildi einnig hljóðupptöku þar sem hann reynir að þvinga hana til kynlífs.

Málið var látið niður falla í febrúar en hann átti þrátt fyrir það ekki afturkvæmt í hópinn hjá Manchester United og var því lánaður til Getafe á Spáni út þetta tímabil.

Enska götublaðið The Sun skrifar um það að La Liga hafi fengið tilkynningu vegna málsins og rannsakað það með hjálp varalesara. Nú sé búið að senda það inn á borð hjá spænska knattspyrnusambandinu.

Knattspyrnusambandið ætlar að rannsaka málið til hins ítrasta og mun á næstu tveimur vikum ákveða hvort hinn tvítugi Bellingham fái refsingu. Ef hann verður dæmdur fyrir að móðga Greenwood alvarlega, þá gæti hann fengið allt að tíu leikja bann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner